Monday, January 6, 2014

nýárspepp

ég er að fara eitthvað fáránlega peppuð inn í þetta ár.  ég elska áramót, ég elska að finnast ég geta restartað öllu sem ekki hefur verið að ganga.  svo er hinsvegar annað mál hvort það virkar eða ekki.  ég hefði eiginlega ekki getað hugsað mér betri byrjun á árinu en í vestmannaeyjum með jónasi og gengi + lúðrasveitum.  ég kom út úr herjólfi í gær (ekki sjóveik, fögnum því) svo miklum mun tvíefldari en áður og til í þetta nýja ár.  það er ansi gott eftir aðeins tveggja tíma svefn um nóttina og beint í herjólf klukkan 8.  ef þið viljið upplifa skerf að hamingju minni þá getiði ýtt HÉR.  sjit sko. ég táraðist við að horfa á þetta, í fimmta sinn.  


en nóg um það.  alir komnir með nóg af því.

í dag sat ég á kaffihúsi.  ég elska kaffihús.  ég bauð reyndar þremur vinum mínum að kíkja á mig, það kom enginn þannig að ég sat bara ein með sjálfri mér - sem ég er alls ekki að kvarta yfir.  það geri ég oft.  sko að sitja ein á kaffihúsi.  það er bara næser quality time.  þar sem ég var svo yfirpeppuð hætti hausinn á mér ekki að hugsa og þá sko um allt sem mig langar til að gera á árinu.

mig langar til að læra á nýtt hljóðfæri - eða læra vel á eitthvað hljóðfæri sem ég kann á fyrir

mig langar til að búa til tónlist, spila tónlist (til þess þarf ég reyndar að vera búinn að starta þessari fyrstu hugmynd)  og stofna pönkhljómveit (nei djók þetta síðasta)

mig langar að komast í kór

mig langar í endur og hænur (sko í alvöru, ég er sjúk og sé þetta alveg fyrir mér)

mig langar að hugleiða

mig langar að breyta til - veit ekki beint hvernig, en á einhvern frábæran máta

mig langar að framleiða eitthvað úr jurtum (ok, ég er brjálað biluð í að búa til hluti úr jurtum og helst myndi ég vilja vera svona brjálæðislega sjálfbær eins og danski kallinn á rúv og búa til mitt eigið hunang, rækta mitt eigið bygg og hafa stóran matjurtargarð)

mig langar að geta farið í spíkat (hefur lengi verið draumur, en maður þarf víst eitthvað að hafa fyrir svoleiðis hlutum) 

mig langar til að fullorðnast og eignast góða ferðatösku (já ég veit, bilað nægjusöm eitthvað)

mig langar til að mála 

mig langar til að læra euphoria dansinn utan að svo við óttar getum dansað hann saman í fjarðarborg.



æj þið vitið, bara svona beisik hlutir sko.  við skulum svo algjörlega sjá til hversu peppuð ég verð í næsta mánuði.  kannski þarf ég bara að fara til vestmannaeyja í hverjum mánuði til að viðhalda þessu.

en í alvöru, er lífið ekki bara snilld?






No comments:

Post a Comment