ég svo innilega frölluð i hausnum þegar kemur að draumförum. gæti mögulega og líklega haldið út draumabloggi. ætla ekki að gera það samt. það væri svo boring og myndi gefa of mikla innsýn í ruglaða heilann minn.
í fyrradag dreymdi mig samt að jónas sig hefði ákveðið að kaupfélagsstéttin heima á borgarfirði væri alveg ideal fyrir tónleika. það var því ákveðið. allt í fokki samt og fólk að mæta of seint og almennt ekki að mæta þannig að tónleikarnir voru að fara í vaskinn. ég var á síðasta snúningi að hafa mig til og jónas gjörsamlega hafði ekki undan að hrista af sér stresssvita. við spiluðum eitt lag með herkjum, tókum svo hlé. í hléinu fannst mér ferlega góð hugmynd að fara í bað. og sko ekki heima hjá mér, heldur heima hjá ástu og birki sem virtist vera út í merki af einhverjum ástæðum. þar hafði ég sko gluggaútsýni úr baðinu á staðarfjall og álfaborgina. mjög eftirsóknarvert þegar maður liggur í baði greinilega. ég hafði líka ákveðið að taka óhreinan þvott með í leiðinni og þvo hann í baðinu á meðan ég baðaði mig. flott bara. svo hringdi einhver í mig og sagði mér að drullast til að mæta í kaufó. ég kallaði eitthvað á birki og hann svaraði ekki. þegar ég var komin úr baði sá ég ástu sofandi en birkir eitthvað að bardúsa við hliðina á henni. hann sneri sér við og ég sé að hann er búinn að gefa henni grænt snuð og búa um hana eins og pínulítið barn. þarna lá því manneskjan og saug snuð eins og ekkert væri eðlilegra. ég reyndi að hrista þetta undarlega móment úr hausnum á mér (og er enn að því, vakandi) og dreif mig í skó. þá heyri ég kömmu á eskifirði kalla í mig og bjóða mér pasta með hnetum. (ég velti því fyrir mér að skrifa "einhver stelpa" í staðinn fyrir kömmu því það er svo vandræðalegt að dreyma fólk sem ég þekki varla, hvað þá ef það er að elda handa mér). ég mátti ráða hvort það væri súrt sætt eða sagon. hvað bragðtegund sagon er veit ég ekki en eflaust mjög bragðgóð. ég man ekki hvort ég borðaði en vesenaðist þó að setja í mig tvær fastar fléttur svo ég myndi nú toppa mig í seinkun.
ég vaknaði um miðja nótt og skrifaði stikkorð um drauminn í símann minn, eins og ég geri oft. var fyrst að kíkja á þau áðan og þau hljómuðu svona:
tonleikar, flopp, budin, bad inn á milli í merki og tók þvoþvottinn með,
utsyni a alfaborgina og staðarfjall, birkir og asta snud, krípí,
turfti ad drifa mig, kamma bauðst til að elda fyrir mig pasts með hnetum,
surt sætt eða sagon?
tvær fastar flettur og fór
hvað er að?
No comments:
Post a Comment