Tuesday, January 28, 2014

góði hirðirinn

ohh, hafiði farið í nýja góða hirðinn?  það var verið að opna stærri verslun á sama stað og hann var, í fellsmúlanum.  ég fór bara að tárast þegar ég labbaði inn - helmingi stærri verslun, helmingi meira dót.  næstum því eins gott og nammilandi í hagkaup.

mig langar alltaf í allt úr betri stofunni og á eiginlega alltaf svoldið erfitt með mig í þeim hluta búðarinnar. þetta fann ég í dag þar og langaði í...

 skatthol alveg eins og mamma fékk í fermingargjöf og ég var með lengi inn í herberginu mínu - á bara 12.500 (auðvitað ekki mikið - en ó svo mikið fyrir svona námsmannasökker eins og mig).  svo þessi fína bókahilla - namm.

ég er alveg sjúk í svona koffort til að geyma allskonar leyndarmál.  nei djók.  það var á 6500 minnir mig.

viljiði bara sjá´etta.  já og svo þessi fína leikfimigrind við hliðina.  ég gæti fundið allskonar not fyrir hana.  


 ég fer aldrei út úr góða hirðinum hinsvegar án þess að kaupa mér eitthvað.  ef ég sé eitthvað sem ég man eftir að einhver átti þá kaupi ég það.  bara alltaf.  því það vekur upp svo skemmtilegar minningar.  

þetta keypti ég í dag.


ég trylltist bara þegar ég sá þetta bollastell.  keypti einn svona gulan bolla fyrir jól en það var engin undirskál.  andskotans heppni að það hafi verið 5 undirskálar með þessu setti en bara 4 bollar.  

kertastjakar á 50 kall stykkið. fínt fyrir kertafikil eins og mig - erfitt líka að fá svona tekerti í augun.  en allt getur reyndar skeð - aldrei að segja aldrei.  stofuborðið keypti ég reyndar líka í góða, fyrir 1500.


mér finnst heimili bara svo miklu fallegri ef þau hafa einhverja smá sál.  eitthvað annað en ikea-sál.  það eru svo margir með ikea-sál.   


æji, fíni strákurinn að grenja með slasaða hvolpinn sinn. átakanleg mynd.  svona var til heima í gamla daga. auðvitað keypti ég hana. baldri finnst eitthvað óþægilegt að láta grenjandi krakka stara á sig í svefni. skil það ekki.   keypti hvítu hilluna á 1500 kall fyrir jól og eyddi svona 5 dögum samfleytt í að horfa á hana og dást. kertastjakarnir eru líka úr góða og blómapotturinn.  vannærða plantan er skýrt merki um að mér sé ekki treystandi í að sjá um lifandi hluti.  graskallinn líka.


já einmitt.  þessi hilla er bara úr góða.  sjúk í gamla eldhúshluti.


macintosh dallur sem minnir mann bara á ömmu og jólaengladallur sem minnir mann bara á mömmu.  vigtin hefur ekki ennþá fengið stað upp á vegg en eiginlega möst að bæta úr því. 


glasið er svolítið uppáhalds hjá mér.  svona líta flest glösin út í eldhússkápnum hjá ömmu heitinni í sæbergi.  hún drakk sjálf alltaf kaffið sitt úr svona glasi og þvoði það helst ekkert yfir daginn heldur geymdi það þangað til hún fengi sér næst.  mikil sálfræðileg tenging við þetta.
þetta útskorna yndi fékk ég svo á 1000 kall fyrir löngu.  svo fór ég í heimsókn til ömmu í sæbergi og bakvið sófann sé ég glitta í alveg eins blaðakörfu en hafði aldrei séð hana áður.  þá öðlaðist hún enn meiri merkingu fyrir mig.  gersemi.  

í alvöru, fariði í góða núna.

No comments:

Post a Comment