Wednesday, January 8, 2014

hrakfarir kertafíkilsins

ok, árið heldur áfram að byrja vel.  eitthvað nýtt á hverjum degi. hef allavega aldrei dúndrað grænu kerti í augað á mér. pínu lekkert bara.


ég vildi að einhver hefði verið heima þegar þetta gerðist, held ég hafi aldrei hoppað jafn hátt á eldhúsgólfinu af sársauka og æpt.  undarlegt að nágrannarnir hafi ekkert athugað með mig miðað við lætin.  greinilega ekki hægt að treysta á þá.  svona getur verið flókið mál að setja nýtt kerti í kertastjaka.  eða þú veist, reyna að troða því í.  ekki einu sinni spyrja hvernig í ósköpunum mér tókst þetta en eitt er víst að blóðmarið heldur bara áfram að stækka með hverri mínútunni.  það verður spennandi að fylgjast með.  kannski fæ ég glóðurauga líka.  sneiðið annars framhjá maskaraklessum allt í kringum augað.  það láku bara svo mörg tár úr því eftir hremmingarnar að ég hafði enga stjórn á þessu.

 svona fór svo fyrir kertinu.  það er greinilegt að ég er of sterk.



koma svo eyrún.  

No comments:

Post a Comment