Wednesday, January 15, 2014

dularfulla herbergið

nú bý ég í fjölbýli.  ég hef aldrei áður búið í fjölbýli og aldrei þekkt jafn fáa í mínu nánasta nágrenni.  af eðlilegum ástæðum veit ég þess vegna ekki hvernig fólk hagar sér í fjölbýli.  til dæmis virðast börnin í íbúðinni við hliðina ekki kunna að labba, bara hlaupa og trampa, lemja hlutum í handriðið og öskra. skrítið. á leiðinni í bílakjallarann þarf að fara í gegnum milljón (ýkjur, 2) herbergi til að komast alla leið.  fer alltaf þar ein í gegn í sirka hálfu faðirvori (kemst ekki lengra í því, því ég hleyp eins og eldibrandur í gegn). algjörlega önnur saga, ég sameina hana kannski í bloggi með flughræðslusögunni (djók, þær eru í alvöru milljón)  

fyrra rýmið er skrítið.  þar hanga sirka 6 stór málverk eftir einhvern sem var greinilega sérlega áhugasamur um karlmenn að gera allskonar æfingar.  já sko nakta karlmenn. það er langt frá því að vera það eina skrítna því að allskonar hlutir birtast þar jafnfljótt og þeir hverfa. einu sinni var þar garðborð og garðstóll.  í annað skipti var kollur og pottaplanta. ég hefði náttúrulega fyrir löngu átt að vera byrjuð á einhverskonar myndaseríu en er byrjuð núna.  þó ég hlaupi í gegn þá er ég alltaf spennt fyrir því hvort það sé eitthvað nýtt dót komið þangað.  svona óttablandin spenna.  ég velti því fyrir mér hvort að þetta væri svona staður sem fólk gæti reynt að losa sig við hluti og tekið hluti.  einu sinni heyrði ég líka fuglahljóð koma úr einni geymslunni.  má ekki vera að því að spá í það núna.  

um daginn var komið þetta fína ikea skrifborð og fallegur grænn stóll með púða.  voða kósý. typpamálverkið þó aðeins að skemma fyrir.


daginn eftir var komið eitthvað á borðið sem virtist vera brún hilla og plastpoki með dóti í.


daginn eftir það var allt horfið.


í meira lagi merkilegt.  

mun pósta nýrri mynd um LEIÐ og eitthvað krassandi gerist í þessum málum.  
vonandi les sá sem stendur fyrir þessari ráðgátu ekki bloggið mitt.  hehe. hehehehe.

No comments:

Post a Comment