sko, við baldur eigum stundum mjög erfitt með að vera sammála um hvað sé skemmtilegt að horfa á, arsérstaklega ef við erum búin að ákveða að eiga kósý stund og horfa á eitthvað. það var alveg þannig í gærkvöldi. við elskum reyndar bæði heimildamyndir svo það er yfirleitt auðveldast og verður oft fyrir valinu. í gær gafst ég reyndar upp á því að leita að heimildamynd þannig að hann mátti ráða. fyrir valinu varð þessi mynd. ég gerði svona "kkk...ee ókei...hehe sure" þegar hann stakk upp á þessari mynd:
já sko þetta er mynd um endur. þið skiljið kannski þessi kokhljóð núna. en halló halló, besta mynd um endur ever made held ég. ég varð hrædd og skelkuð og hló og gerði krútthljóð. margs fróðari um samlíf anda og að þeim finnst heldur ekki kúl þegar þeim er nauðgað. þær verða fúríus. kannski ekki taka mig alveg of alvarlega með þarna "besta mynd ever made". góð fyrir svefninn allavega. en það besta við myndina (finnst mér) er að ég fékk fáránlega mörg tækifæri til að talsetja myndina og gera allskonar ógeðslega fyndin hljóð og samtöl sem ég ímynda mér að endur vilji gera og myndu gera ef þær gætu talað. það fyrsta byrjaði auðvitað þarna þegar ungarnir eru að hoppa úr ógeðslega háa trénu og hafa ekki vængi. já, ekki segja mér að þið getið horft á það án þess að gera "aaaaaaaaaaaaaaaa" hljóð. baldur þurfti ítrekað að spóla til baka því hann heyrði ekki hvaða narratorinn var að segja því ég var of upptekin að talsetja myndina. sko í alveg heilan klukkutíma. persónulega væri ég til í að horfa aftur á þessa mynd aftur, talsetta.
það fyndnasta nefnilega í heimi eru dýr sem er búið að gera að manneskjum, í þykjustunni. dýr í fötum, dýr sem þykjast vera glöð yfir afmælinu sínu og dýr sem tala. á fínu fræðimáli kallast þetta misræmishúmor (þar sem ég hef nú setið heilt námskeið í húmor í minni háskólagöngu)
og þessi dýr. jesús, ég orga og dey.
á meðan ég setti myndirnar hérna inn fattaði ég hvað ég væri ömurleg. en mér er eeeiginilega alveg sama, þetta er svo viðbjóð fyndið. mamma segir að ég og elsa höfum eytt lífslöngun kisa gamla algjörlega eftir að hafa klætt hann í föt og svæft hann í vagni með pela. já og reyndar fleiri hluti sem ekki er hægt að hafa eftir hérna. en hann var ekki bara svona geðveikur út af okkur, hann var bara með einhverja pest. út lífið. geðveikispest. ég er samt algjörlega nógu þroskuð í dag til þess að eiga dýr.
þetta er svp auðvitað langbest.
shit.
No comments:
Post a Comment