Friday, January 31, 2014

maclover

JESS! loksins hefur líf mitt fullkomnast.  það var ansi fínt fyrir en þetta setti alveg punktinn yfir i-ið.  

já, ég hef fest kaup á macbook pro.  mér finnst ég bara án nokkurs spaugs geta sigrað heiminn og ekkert geti komið fyrir mig héðan í frá.  nema reyndar að a) við kláruðum óvart netið heima í skeljó og þess sit ég á súfistanum og b) á leiðinni niður vesturgötuna var ég næstum búin að svína fyrir tvo bíla á mismunandi stöðum - þá fannst mér ég ekki neitt ósigrandi og velti því fyrir mér hvort ég væri á lyfjum eða full.  man ekki hver niðurstaðan var.

mikið vorkenni ég samt gömlu tölvunni sem húkir nú heima út í horni, eitthvað hálfslöpp greyið enda búið að rípleisa henni út fyrir einhverja drottningu.  ég held ég verði að skíra þessa drottningu. seinna kannski.

þegar ég fékk hana í hendurnar var ég búin að gleyma hvað mér finnst langskemmtilegast við hana.  photobooth.  núna get ég loksins byrjað að taka tilgerðarlegar myndir af mér þar sem ég bít í tunguna með lokaðan munninn (þið vitið, til að stækka varirnar - heyrði einu sinni að það væri það sem allar alvöru gellurnar væru að gera) og sett á netið.  

og allir þessir effectar.  þetta er bara alveg of mikið fyrir mig.



pís át.  fáið ykkur makka.



2 comments:

  1. Okei, nú er ég búin að taka svona góðar 5 mín í að bíta í tunguna á mér til að láta varirnar virka stærri - en það eina sem ég hef uppúr krafsinu er ekki stærri varir heldur bara retardískur munnsvipur og skúffa.. What you talking about?

    ReplyDelete
  2. já sko, bara bíta í tungubroddinn - ekki alla tunguna, hahahaha.

    ReplyDelete