Ég er komin í jólafrí! Dröslaðist í gegnum 12 tíma heimapróf í fyrradag - en um níu leytið um kvöldið var bæði kominn tími á bað og hrein föt. Eitthvað takmarkað sem maður virðist nenna að skipta um föt svona í prófsnilld -hvað þá setja í þvottavél.
Í gær setti ég svo á mig varalit og hitti annað fólk en Baldur. Vildi að ég ætti mynd af mér, því ég var guðdómleg í alla staði. Hvað kallar frí svo á meira en kaffi á kaffihúsi með góðri vinkonu (reyndar hef ég yfirleitt tíma fyrir svoleiðis). Fór í gær, fór í dag og á skipulagt deit á morgun. Á því kaffihúsi fær maður lattéið sitt í skál sem er án gríns jafn stór og bollin á þessari mynd. Hvað er það asnalegt og óhentugt?
Kannski verður nautnafulla stúlkan aftur að vinna á kaffihúsinu á morgun. Hef sjaldan fengið jafn sensual móttökur við það eitt að panta cappuchino með karamellu. Öll orð sem hún sagði urðu ferlega dónaleg í hausnum á mér og ég forðaðist eiginlega að horfa fram í hana. Gæti mögulega sogast inn í eitthvað óæskilegt enda búin að horfa óeðlilega mikið á The L Word síðustu daga og hef séð hvaða óæskilegu hlutir geta gerst þar. Jeminn sko. Ég settist bara niður og beið eftir því að hún myndi kalla mig upp svo ég gæti hlaupið út. Ég veit ekki hvort er verra, þessar móttökur eða móttökurnar á Te og Kaffi um daginn þar sem afgreiðsludaman alveg bara virkilega öskraði nafnið mitt og hvæsti örugglega á eftir, man það ekki alveg. Ég stóð samt við hliðina á henni. Aldrei farið áður út af kaffihúsi líðandi eins og ég hefði óvart drepið þrjá heimilisketti.
No comments:
Post a Comment