Við erum að fara austur á föstudaginn (ældi smá upp í mig við tilhugsunina - sko úr spenningi) þannig að ég er að reyna að pakka fötum, pakka pökkum, taka til og allt þetta í einu. Ég hugsaði óvart ekki neitt áður en ég keypti alla jólapakka og eru allar líkur á að ég þurfi að vera á nærfötunum einum á aðfangadag þar sem pakkarnir vega öll þau kíló sem ég má taka með mér. Ég er samt alveg virkilega að eyðileggja heilasellur við að reyna að pússla saman fötum + jólagjöfum. Aldrei min hlið - ég vil taka öll fötin með. Einu sinni tók ég með mér þrennar gallabuxur til Spánar í júní. Hvað haldiði að sé að mér? Í útlandaferðum gæti ég gefið heilli þjóð upp úr töskunum mínum.
Auðvitað þurfti ég að endurraða í fataskápnum við þetta tækifæri- þá gerðist þetta:
Óstjórnleg þráhyggja í loðnar, hlýjar, hvítar, kósý peysur? Kannski. Virðist ekki vera. En það er eitthvað skítugt við þennan spegil.
Sjúklega einsleitt kærustupar með blæti fyrir grænu? Æji.
OK, ÉG ELSKA GRÆNAR YFIRHAFNIR OG HVÍTAR PEYSUR.
Ég ætla samt að fara í búð á morgun og kaupa mér eitthvað í lit.
No comments:
Post a Comment