úti er veður og vindur og auðvitað ófært yfir fjallið svo ég á ekki annarra kosta völ en að blogga. ég frétti að það væri að koma nýtt ár svo það er ekki seinna vænna en að fara yfir það sem gerðist á þessu ári. mögulega verður þetta lengsta blogg mannkynsins, en það er þá eitthvað.
nú, sko - einhvernveginn kom líka árið 2013 og því fagnaði ég með öðrum unglingum hjá mágkonu minni og svila, saman með kærasta og góðum vinum. aldrei jafn södd á nokkrum öðrum tímapunkti í lífinu, það man ég.

ég hélt auðvitað bara áfram að vinna í fellaskóla en á nú því miður engar stórkostlegar myndir frá þeirri stórkostlegu vinnu en það er erfitt að taka góðar og skemmtilegar myndir af stærðfræðikennslu í 4. bekk , svona til dæmis.
þetta er fyrsta instagram myndin mín á árinu 2013 og gaf forsmekkinn fyrir vorinu á egilsstöðum sem fór alla jafna fram á mannbroddum. . það var bara næs og auðvitað alveg mjög smart.

þorrablót er auðvitað eitthvað sem maður missir ekki af og við systkinin vorum þar.

við baldur fengum að skottast upp á hálendi í febrúar til þess að leika í kynningarmyndbandi fyrir austurför. sól, blíða, snjór, kuldi, nekt (ekki óviðeigandi þó), bað, frost, matur, haframhvammagljúfur, sænautasel, og þreyta. þvílíka stuðið samt.
áhugasamir geta séð myndbandið HÉR.
e


ég þarf að koma þessari mynd að - ekki það að hún eigi einhvern risastóran stað í hjarta mínu heldur vil ég bara sýna heiminum hvað aron er stór maður. VÁ. klöppum fyrir heiðdísi sem er eitthvað rúmlega 40 cm minni en hann.

í mars fórum við b. gauti í langþráða utanlandsferð. eða þú veist, til köben. þarna má sjá glaða norðmenn í fjarska.

baldur var nú reyndar frekar slappur alla ferðina og nýbúinn að fá rótsterka stera sem hann átti að taka fyrir astma. annað kom þó heldur betur á daginn. þessi mynd er tekin á kastrup á leiðinni heim og eins og sjá má er stemningin gríðarleg eftir að ég gaf honum fullt af parkódíni. hann er samt ekki með dónött. ef svo væri, væri ekki grundvöllur fyrir því sambandi sem við eigum í núna.

rúmum 15 tímum eftir að þessi mynd er tekin var drengurinn mættur upp á bráðamóttöku í fossvoginum þar sem hann fór í allskyns próf og prufur og eftir 7 tíma veru þar var honum skutlað í sjúkrabíl beint niður á hjartadeild á hringbraut þar sem hann mátti dúsa næstu 33 daga, tengdur í mónitor og með æðalegg - honum til mikillar gleði. hjatað var nefnilega ekki alveg að starfa sem skyldi sem má rekja til krabbameinslyfja sem hann fékk þegar hann var lítill. hér er mynd tekin af svölunum á 4. hæð heimili hans til mánaðar, Hringbraut. ég man þegar gellan á bráðamótttökunni sagði að hann þyrfti að vera kannski 2-3 daga upp á deild. ég andvarpaði alveg yfir því og gerði allskyns kokhljóð sem lýstu yfir pirringi.(var samt almennt mjög almennileg og þolinmóð)

okkur leiddist ekkert alltaf á nýja heimilinu. maðurinn gat mjólkað í gegnum ipadinn. hvað þarf þá meira? shit hvað ég var brjálæðislega fyndin þarna. algjör snillingur alveg.
svo fannst læknum það nauðsynlegt að hann fengi bjargráð sem gefur honum stuð ef ástæða þykir til - þ.e.a.s. ef það þarf að koma hjartanu aftur í gang. það hefur ekki komið til þess ennþá. baldur var líka bara glaður með þetta alltsaman (mögulega enn í vímu af kærileysislyfjum einhverskonar), sérstaklega með hálfu lopapeysuna. ég hefði ekki getað ímyndað mér hvað bringuhár eru lengi að vaxa aftur, jesús.
svo fór hann bara í endurhæfingu á reykjalundinn, kom heim og sumarið var gott og blessað eftir alla þessa ágætis sjúkrahús- og veikindatörn. vil skulum ekki einu sinni ræða það hvað maðurinn tók þessu öllu samt með stóískri ró og gerir það enn í dag. snillingur.
en förum aðeins í sumarið.
algeng sjón á blíðviðrisdögum á egilsstöðum. ekki er þetta nú ömurlegt útsýni. ég hefði samt kannski mátt fara úr sokkabuxunum. manða bara næst.
systkini og frændsystkini á toppi svartfells. glimps úr þeirri ferð má sjá hér í kynningarmyndbandið sem hafþór bróðir gerði. ég hefði nú alveg mátt fara í fleiri fjallgöngur í sumar (ok, bara almennt hreyfa mig meira) en það er bara næst.
ég seldi landsbankanum sálu mína og var óþolandi inn á heimilum landsmanna. þeir sem vilja sjá þá snilld er bent að ýta á þennan link og finna mig. fyrsta myndin er tekin kl. 11 um kvöld í geirishólum snemma sumars og ekki mjög eftirsóknarvert að baða sig í jafn köldu vatni. all for tv. síðasta myndin myndin er uppáhaldsmómentið mitt úr auglýsingunni.


þarna erum við steinsí frænka mín svo í klippingu.
eftirfarandi myndir summera sumarið á austurlandi svolítið.
æj, ég veit að það gerðist margt meira skemmtilegt í sumar en ég tók svo margar myndir að ég fékk hausverk og ógleði við að reyna að velja úr.
ég fékk samt enn og aftur að vera upp á sviði með jónasi og félögum. það er alltaf bara svo sjúklega gaman. ég gat ekki fundið myndband frá því en þetta er tekið upp á útgáfutónleikunum í þorlákshöfn í fyrra.
eftir allt þetta stuð í sumar fórum við baldur svo til gautaborgar í viku í læknisheimsókn þar sem átti að athuga hvort hann þyrfti mögulega nýtt hjarta. einmitt, bara smá læknisheimsókn. en það kom nú allt gott og gaman út úr því þannig að þetta varð bara að skemmtiferð þar sem við versluðum, skoðuðum borgina, nutum þess að vera á hóteli með fríum morgunmat og heimsóttum ættingja mína. já og fögnuðum því að enginn þurfti nýtt hjarta. það er nefnilega alltaf svo ótrúlega gaman þegar fólk getur haft sín eigins hjörtu, finnst ykkur ekki?
ég fékk samt enn og aftur að vera upp á sviði með jónasi og félögum. það er alltaf bara svo sjúklega gaman. ég gat ekki fundið myndband frá því en þetta er tekið upp á útgáfutónleikunum í þorlákshöfn í fyrra.
svo fengum við hoffa liðsauka í sumar - yndislega sóla bættist við og útkoman svo fín.
eftir allt þetta stuð í sumar fórum við baldur svo til gautaborgar í viku í læknisheimsókn þar sem átti að athuga hvort hann þyrfti mögulega nýtt hjarta. einmitt, bara smá læknisheimsókn. en það kom nú allt gott og gaman út úr því þannig að þetta varð bara að skemmtiferð þar sem við versluðum, skoðuðum borgina, nutum þess að vera á hóteli með fríum morgunmat og heimsóttum ættingja mína. já og fögnuðum því að enginn þurfti nýtt hjarta. það er nefnilega alltaf svo ótrúlega gaman þegar fólk getur haft sín eigins hjörtu, finnst ykkur ekki?
svo grenjaði ég auðvitað úr flughræðslu á leiðinni heim en það er algjörlega allt önnur saga. segi ykkur hana við tækifæri.
í haust breyttum við svo um umhverfi og fluttum suður og fórum bæði í skóla. það er nú sérdeilis fínt þó mér finnist nú alltaf best að vera bara heima. ég byrjaði samt í frábærri nýrri vinnu á frístundaheimili í vesturbænum og baldur bara les og les á meðan. svo er líka svo gaman að endurnýja kynni við gamla vini og vinkonur og kynnast nýju fólki. hinsvegar er ég ekki búin að taka nógu margar myndir í vetur. enda hef ég ekki jafn gaman að skólabókum og að stökkva í sjóinn til dæmis.
við eigum ekki þetta barn - ég væri nú búin að koma því að einhvernsstaðar fyrr í blogginu ef svo væri - en við fengum hana sigríði bara aðeins lánaða. það er svo gott að snúllast í þessari.

svo fagnaði ég auðvitað 25 ára afmælinu mínu með stæl með svila mínum og við áttum sjúklega fína stund með vinum á gömlunni.

TAKK FYRIR ÁRIÐ 2013 ALLIR.
og til hamingju ég með lengsta blogg lífsins.