Sunday, March 9, 2014

sumarþrá

vá hvað sumarið er mikil snilld.  ég hélt í alvöru að það væri bara komið sumar hérna um daginn.  svo byrjar bara að snjóa.  sunnudagar eru samt líka algjör unaður og núna sit ég ein á kaffihúsi á þriðja bolla að hlusta á billie og ellu og skoða gamlar sumarmyndir og hlakka strax til næsta sumars.  djöfulsins unaður bara.

ég hef aldrei eytt sumrinu annarsstaðar en á borgarfirði.  það eru rúm 25 sumur.  það er ógeðslega mikið af sumrum.  þegar maður er að heiman allan veturinn að þá væri fásinna að vera ekki heima á sumrin hjá mömmu, njóta sumarnáttanna og vera frjáls.  

fyrsta myndin sem ég býð upp á sömmar svolítið sumaræsku mína.  þessar stórhættulegu rólur (sem væru alfarið bannaðar nú til dags! - skil ekki hvernig þær stóðu öll þessi börn af sér) voru það besta í heimi.  þarna má sjá elsu ýta mér og hugrúnu ýta svenna.  svo var hangið á stönginni á milli alveg þangað til mig minnir að pabbi hafi gripið í taumana og hent þessum stórkostlega viðbjóði sem hafði tapað í baráttunni gegn ryðsjúkdómnum ógurlega.


ahh, ljúfir voru þeir dagar sem maður þurfti ekki að nýta sumrin í að vinna.  reyndar unnum við hörðum höndum að því að koma upp kaffihúsinu bleika pardusnum upp í kjallaranum á svalbarði sumarið 2000.  það var frekar skammlíft kaffihús en skemmtilegt.  þetta er tekið í einhverjum fataleiknum þó.  þvílíkur viðbjóður.
+

það var líka gaman að vera á leikskóla á sumrin og fara upp í lobbuhraun í berjamó og drulla svörtu í lok dags.


á sumrin eru líka ættarmót.  þessi mynd ber með sér að það sé ættarmót í gangi enda fjögur afar fögur skyldmenni að leik saman.  held ég sé í leik allavega.  myndi sjaldan kyrkja hann hjört frænda minn.  þarna er ásta líka ljóshærð - ef þið skylduð ekki hafa þekkt hana.


á sumrin erum við líka mikið í að leika okkur bara.  eins og fara í blak (sem ég get ekki sagt að ég eigi skilið verðlaun í) við sætún.  

svo er úlfaldaleigan við fjarðarborg alveg frábær.  


svo eru teknar fjölskyldumyndir stundum á sumrin, eins og á öðrum árstíðum.  þeir sem ætla að gera eitthvað grín um hvort ég hafi ekki mátt vera með á myndinni og svona....burt með ykkur.  þetta var óvart bara.


sumrin eru líka tíminn til að fagna allskonar hlutum með því að henda fræjum af hvönn upp í loftið og brosa og láta rigna yfir sig fræjum sem eru með allskonar sníkjudýrum á sér.  líka þessum ógeðslegu svifaseinu flugum.


 og meira að leika sér.  kubbur.  vinsælt meðal okkar unglinganna.



sólgleraugu og krúttleg börn að láni.  það er sumarið.


ródtripp með ástu.  það er eitthvað.  þarna erum við báðar einhleypar og skelltum okkur því til loðmundarfjarðar í leit að nýjum ævintýrum.  þar var lítið hægt að fiska.


svo er maður svolítið í því bara að fylla sundlaugar með 2l flöskum og hlægja að vitleysunni - eftir að hafa munnblásið í sundlaugina sjálfa.


ok. þetta blogg er orðið um ástu.  kannski er ásta bara sumarið mitt.  


svo fer maður á víkur með mömmu sinni og grillar pylsur á einnota grilli.  eða mínútugrilli eins og mamma getur ekki hætt að segja.  


börn eru kannski allra krúttlegust á sumrin þegar þau mega hlaupa um á bleyjunni í heitum vindinum.  einmitt.  það er alltaf heitur vindur heima.  jebb.  sjávarloftið er svo heitt.


svo kemur bræðslan.  nuff said.


svo stekkur maður hreinlega bara í sjóinn.


ættarferðir á fjallstinda ætti að vera vikulegur viðburður - í það minnsta.  minnir þó að ég hafi þurft að skríða upp síðustu metrana, grenjandi.


sjit.  þetta er eina myndin af baldri í þessari færslu.  það er lélegt.   en þetta er hann að hjóla upp brekkuna heima rúmum 4 mánuðum eftir að hann lá á sjúkrahúsi.  það var ákveðin árangur og því vert að mynda það.  svo er hann bara svo sætur á þessu hjóli.


ég er nokkuð viss um að næsta sumar verður alveg jafn geggjuð og öll hin og er alveg að kúka á mig úr spenningi.  í alvöru.  hvenær er skólinn búinn eiginlega!?

No comments:

Post a Comment