Friday, January 31, 2014

maclover

JESS! loksins hefur líf mitt fullkomnast.  það var ansi fínt fyrir en þetta setti alveg punktinn yfir i-ið.  

já, ég hef fest kaup á macbook pro.  mér finnst ég bara án nokkurs spaugs geta sigrað heiminn og ekkert geti komið fyrir mig héðan í frá.  nema reyndar að a) við kláruðum óvart netið heima í skeljó og þess sit ég á súfistanum og b) á leiðinni niður vesturgötuna var ég næstum búin að svína fyrir tvo bíla á mismunandi stöðum - þá fannst mér ég ekki neitt ósigrandi og velti því fyrir mér hvort ég væri á lyfjum eða full.  man ekki hver niðurstaðan var.

mikið vorkenni ég samt gömlu tölvunni sem húkir nú heima út í horni, eitthvað hálfslöpp greyið enda búið að rípleisa henni út fyrir einhverja drottningu.  ég held ég verði að skíra þessa drottningu. seinna kannski.

þegar ég fékk hana í hendurnar var ég búin að gleyma hvað mér finnst langskemmtilegast við hana.  photobooth.  núna get ég loksins byrjað að taka tilgerðarlegar myndir af mér þar sem ég bít í tunguna með lokaðan munninn (þið vitið, til að stækka varirnar - heyrði einu sinni að það væri það sem allar alvöru gellurnar væru að gera) og sett á netið.  

og allir þessir effectar.  þetta er bara alveg of mikið fyrir mig.



pís át.  fáið ykkur makka.



Tuesday, January 28, 2014

góði hirðirinn

ohh, hafiði farið í nýja góða hirðinn?  það var verið að opna stærri verslun á sama stað og hann var, í fellsmúlanum.  ég fór bara að tárast þegar ég labbaði inn - helmingi stærri verslun, helmingi meira dót.  næstum því eins gott og nammilandi í hagkaup.

mig langar alltaf í allt úr betri stofunni og á eiginlega alltaf svoldið erfitt með mig í þeim hluta búðarinnar. þetta fann ég í dag þar og langaði í...

 skatthol alveg eins og mamma fékk í fermingargjöf og ég var með lengi inn í herberginu mínu - á bara 12.500 (auðvitað ekki mikið - en ó svo mikið fyrir svona námsmannasökker eins og mig).  svo þessi fína bókahilla - namm.

ég er alveg sjúk í svona koffort til að geyma allskonar leyndarmál.  nei djók.  það var á 6500 minnir mig.

viljiði bara sjá´etta.  já og svo þessi fína leikfimigrind við hliðina.  ég gæti fundið allskonar not fyrir hana.  


 ég fer aldrei út úr góða hirðinum hinsvegar án þess að kaupa mér eitthvað.  ef ég sé eitthvað sem ég man eftir að einhver átti þá kaupi ég það.  bara alltaf.  því það vekur upp svo skemmtilegar minningar.  

þetta keypti ég í dag.


ég trylltist bara þegar ég sá þetta bollastell.  keypti einn svona gulan bolla fyrir jól en það var engin undirskál.  andskotans heppni að það hafi verið 5 undirskálar með þessu setti en bara 4 bollar.  

kertastjakar á 50 kall stykkið. fínt fyrir kertafikil eins og mig - erfitt líka að fá svona tekerti í augun.  en allt getur reyndar skeð - aldrei að segja aldrei.  stofuborðið keypti ég reyndar líka í góða, fyrir 1500.


mér finnst heimili bara svo miklu fallegri ef þau hafa einhverja smá sál.  eitthvað annað en ikea-sál.  það eru svo margir með ikea-sál.   


æji, fíni strákurinn að grenja með slasaða hvolpinn sinn. átakanleg mynd.  svona var til heima í gamla daga. auðvitað keypti ég hana. baldri finnst eitthvað óþægilegt að láta grenjandi krakka stara á sig í svefni. skil það ekki.   keypti hvítu hilluna á 1500 kall fyrir jól og eyddi svona 5 dögum samfleytt í að horfa á hana og dást. kertastjakarnir eru líka úr góða og blómapotturinn.  vannærða plantan er skýrt merki um að mér sé ekki treystandi í að sjá um lifandi hluti.  graskallinn líka.


já einmitt.  þessi hilla er bara úr góða.  sjúk í gamla eldhúshluti.


macintosh dallur sem minnir mann bara á ömmu og jólaengladallur sem minnir mann bara á mömmu.  vigtin hefur ekki ennþá fengið stað upp á vegg en eiginlega möst að bæta úr því. 


glasið er svolítið uppáhalds hjá mér.  svona líta flest glösin út í eldhússkápnum hjá ömmu heitinni í sæbergi.  hún drakk sjálf alltaf kaffið sitt úr svona glasi og þvoði það helst ekkert yfir daginn heldur geymdi það þangað til hún fengi sér næst.  mikil sálfræðileg tenging við þetta.
þetta útskorna yndi fékk ég svo á 1000 kall fyrir löngu.  svo fór ég í heimsókn til ömmu í sæbergi og bakvið sófann sé ég glitta í alveg eins blaðakörfu en hafði aldrei séð hana áður.  þá öðlaðist hún enn meiri merkingu fyrir mig.  gersemi.  

í alvöru, fariði í góða núna.

Monday, January 20, 2014

mennsk dýr

sko, við baldur eigum stundum mjög erfitt með að vera sammála um hvað sé skemmtilegt að horfa á, arsérstaklega ef við erum búin að ákveða að eiga kósý stund og horfa á eitthvað.  það var alveg þannig í gærkvöldi. við elskum reyndar bæði heimildamyndir svo það er yfirleitt auðveldast og verður oft fyrir valinu.  í gær gafst ég reyndar upp á því að leita að heimildamynd þannig að hann mátti ráða.  fyrir valinu varð þessi mynd.  ég gerði svona "kkk...ee ókei...hehe sure" þegar hann stakk upp á þessari mynd: 


já sko þetta er mynd um endur.  þið skiljið kannski þessi kokhljóð núna.  en halló halló, besta mynd um endur ever made held ég.  ég varð hrædd og skelkuð og hló og gerði krútthljóð.  margs fróðari um samlíf anda og að þeim finnst heldur ekki kúl þegar þeim er nauðgað.  þær verða fúríus.  kannski ekki taka mig alveg of alvarlega með þarna "besta mynd ever made".  góð fyrir svefninn allavega.  en það besta við myndina (finnst mér) er að ég fékk fáránlega mörg tækifæri til að talsetja myndina og gera allskonar ógeðslega fyndin hljóð og samtöl sem ég ímynda mér að endur vilji gera og myndu gera ef þær gætu talað.  það fyrsta byrjaði auðvitað þarna þegar ungarnir eru að hoppa úr ógeðslega háa trénu og hafa ekki vængi.  já, ekki segja mér að þið getið horft á það án þess að gera "aaaaaaaaaaaaaaaa" hljóð.   baldur þurfti ítrekað að spóla til baka því hann heyrði ekki hvaða narratorinn var að segja því ég var of upptekin að talsetja myndina.  sko í alveg heilan klukkutíma.    persónulega væri ég til í að horfa aftur á þessa mynd aftur, talsetta.

það fyndnasta nefnilega í heimi eru dýr sem er búið að gera að manneskjum, í þykjustunni.  dýr í fötum, dýr sem þykjast vera glöð yfir afmælinu sínu og dýr sem tala.  á fínu fræðimáli kallast þetta misræmishúmor (þar sem ég hef nú setið heilt námskeið í húmor í minni háskólagöngu)

og þessi dýr.  jesús, ég orga og dey.





á meðan ég setti myndirnar hérna inn fattaði ég hvað ég væri ömurleg. en mér er eeeiginilega alveg sama, þetta er svo viðbjóð fyndið.  mamma segir að ég og elsa höfum eytt lífslöngun kisa gamla algjörlega eftir að hafa klætt hann í föt og svæft hann í vagni með pela. já og reyndar fleiri hluti sem ekki er hægt að hafa eftir hérna. en hann var ekki bara svona geðveikur út af okkur, hann var bara með einhverja pest.  út lífið.  geðveikispest.  ég er samt algjörlega nógu þroskuð í dag til þess að eiga dýr.

þetta er svp auðvitað langbest.



shit.

Thursday, January 16, 2014

draumfarir

ég svo innilega frölluð i hausnum þegar kemur að draumförum.  gæti mögulega og líklega haldið út draumabloggi.  ætla ekki að gera það samt.  það væri svo boring og myndi gefa of mikla innsýn í ruglaða heilann minn. 

í fyrradag dreymdi mig samt að jónas sig hefði ákveðið að kaupfélagsstéttin heima á borgarfirði væri alveg ideal fyrir tónleika.  það var því ákveðið.  allt í fokki samt og fólk að mæta of seint og almennt ekki að mæta þannig að tónleikarnir voru að fara í vaskinn.  ég var á síðasta snúningi að hafa mig til og jónas gjörsamlega hafði ekki undan að hrista af sér stresssvita.  við spiluðum eitt lag með herkjum, tókum svo hlé.  í hléinu fannst mér ferlega góð hugmynd að fara í bað.  og sko ekki heima hjá mér, heldur heima hjá ástu og birki sem virtist vera út í merki af einhverjum ástæðum.  þar hafði ég sko gluggaútsýni úr baðinu á staðarfjall og álfaborgina.  mjög eftirsóknarvert þegar maður liggur í baði greinilega.  ég hafði líka ákveðið að taka óhreinan þvott með í leiðinni og þvo hann í baðinu á meðan ég baðaði mig.  flott bara.  svo hringdi einhver í mig og sagði mér að drullast til að mæta í kaufó.  ég kallaði eitthvað á birki og hann svaraði ekki.  þegar ég var komin úr baði sá ég ástu sofandi en birkir eitthvað að bardúsa við hliðina á henni.  hann sneri sér við og ég sé að hann er búinn að gefa henni grænt snuð og búa um hana eins og pínulítið barn.  þarna lá því manneskjan og saug snuð eins og ekkert væri eðlilegra.  ég reyndi að hrista þetta undarlega móment úr hausnum á mér (og er enn að því, vakandi) og dreif mig í skó.  þá heyri ég kömmu á eskifirði kalla í mig og bjóða mér pasta með hnetum. (ég velti því fyrir mér að skrifa "einhver stelpa" í staðinn fyrir kömmu því það er svo vandræðalegt að dreyma fólk sem ég þekki varla, hvað þá ef það er að elda handa mér).  ég mátti ráða hvort það væri súrt sætt eða sagon.  hvað bragðtegund sagon er veit ég ekki en eflaust mjög bragðgóð.  ég man ekki hvort ég borðaði en vesenaðist þó að setja í mig tvær fastar fléttur svo ég myndi nú toppa mig í seinkun.  

ég vaknaði um miðja nótt og skrifaði stikkorð um drauminn í símann minn, eins og ég geri oft.  var fyrst að kíkja á þau áðan og þau hljómuðu svona:  

tonleikar, flopp, budin, bad inn á milli í merki og tók þvoþvottinn með, 
utsyni a alfaborgina og staðarfjall, birkir og asta snud, krípí, 
turfti ad drifa mig, kamma bauðst til að elda fyrir mig pasts með hnetum, 
surt sætt eða sagon? 
tvær fastar flettur og fór


hvað er að?

Wednesday, January 15, 2014

dularfulla herbergið

nú bý ég í fjölbýli.  ég hef aldrei áður búið í fjölbýli og aldrei þekkt jafn fáa í mínu nánasta nágrenni.  af eðlilegum ástæðum veit ég þess vegna ekki hvernig fólk hagar sér í fjölbýli.  til dæmis virðast börnin í íbúðinni við hliðina ekki kunna að labba, bara hlaupa og trampa, lemja hlutum í handriðið og öskra. skrítið. á leiðinni í bílakjallarann þarf að fara í gegnum milljón (ýkjur, 2) herbergi til að komast alla leið.  fer alltaf þar ein í gegn í sirka hálfu faðirvori (kemst ekki lengra í því, því ég hleyp eins og eldibrandur í gegn). algjörlega önnur saga, ég sameina hana kannski í bloggi með flughræðslusögunni (djók, þær eru í alvöru milljón)  

fyrra rýmið er skrítið.  þar hanga sirka 6 stór málverk eftir einhvern sem var greinilega sérlega áhugasamur um karlmenn að gera allskonar æfingar.  já sko nakta karlmenn. það er langt frá því að vera það eina skrítna því að allskonar hlutir birtast þar jafnfljótt og þeir hverfa. einu sinni var þar garðborð og garðstóll.  í annað skipti var kollur og pottaplanta. ég hefði náttúrulega fyrir löngu átt að vera byrjuð á einhverskonar myndaseríu en er byrjuð núna.  þó ég hlaupi í gegn þá er ég alltaf spennt fyrir því hvort það sé eitthvað nýtt dót komið þangað.  svona óttablandin spenna.  ég velti því fyrir mér hvort að þetta væri svona staður sem fólk gæti reynt að losa sig við hluti og tekið hluti.  einu sinni heyrði ég líka fuglahljóð koma úr einni geymslunni.  má ekki vera að því að spá í það núna.  

um daginn var komið þetta fína ikea skrifborð og fallegur grænn stóll með púða.  voða kósý. typpamálverkið þó aðeins að skemma fyrir.


daginn eftir var komið eitthvað á borðið sem virtist vera brún hilla og plastpoki með dóti í.


daginn eftir það var allt horfið.


í meira lagi merkilegt.  

mun pósta nýrri mynd um LEIÐ og eitthvað krassandi gerist í þessum málum.  
vonandi les sá sem stendur fyrir þessari ráðgátu ekki bloggið mitt.  hehe. hehehehe.

Tuesday, January 14, 2014

post-augnhremmingar

mér fannst réttast að leyfa dyggum lesendum að fylgjast með framgöngu augnharmleiksins. 

dagur 1.


dagur 2


dagur 4


dagur 5


dagur 7


já, þið giskuðuð kannski rétt.  þetta er bara allt í réttum farvegi og er bara svei mér að lagast. ég hef náð að hræða nokkur börn sem misskildu þó hrapallega að ég hefði kveikt í auganu á mér og einn spurði hvort hann mætti sjá kertið í auganu á mér.  engar áhyggjur samt af aðskotahlutunum á síðustu 2 myndunum, þetta er bara svo ég sjái betur.  mér finnst samt augasteinninn eitthvað afmyndaður.  ætti kannski frekar að láta kíkja á það og þessa vel fjólubláu æð fyrir ofan augað.  


Wednesday, January 8, 2014

hrakfarir kertafíkilsins

ok, árið heldur áfram að byrja vel.  eitthvað nýtt á hverjum degi. hef allavega aldrei dúndrað grænu kerti í augað á mér. pínu lekkert bara.


ég vildi að einhver hefði verið heima þegar þetta gerðist, held ég hafi aldrei hoppað jafn hátt á eldhúsgólfinu af sársauka og æpt.  undarlegt að nágrannarnir hafi ekkert athugað með mig miðað við lætin.  greinilega ekki hægt að treysta á þá.  svona getur verið flókið mál að setja nýtt kerti í kertastjaka.  eða þú veist, reyna að troða því í.  ekki einu sinni spyrja hvernig í ósköpunum mér tókst þetta en eitt er víst að blóðmarið heldur bara áfram að stækka með hverri mínútunni.  það verður spennandi að fylgjast með.  kannski fæ ég glóðurauga líka.  sneiðið annars framhjá maskaraklessum allt í kringum augað.  það láku bara svo mörg tár úr því eftir hremmingarnar að ég hafði enga stjórn á þessu.

 svona fór svo fyrir kertinu.  það er greinilegt að ég er of sterk.



koma svo eyrún.  

Monday, January 6, 2014

nýárspepp

ég er að fara eitthvað fáránlega peppuð inn í þetta ár.  ég elska áramót, ég elska að finnast ég geta restartað öllu sem ekki hefur verið að ganga.  svo er hinsvegar annað mál hvort það virkar eða ekki.  ég hefði eiginlega ekki getað hugsað mér betri byrjun á árinu en í vestmannaeyjum með jónasi og gengi + lúðrasveitum.  ég kom út úr herjólfi í gær (ekki sjóveik, fögnum því) svo miklum mun tvíefldari en áður og til í þetta nýja ár.  það er ansi gott eftir aðeins tveggja tíma svefn um nóttina og beint í herjólf klukkan 8.  ef þið viljið upplifa skerf að hamingju minni þá getiði ýtt HÉR.  sjit sko. ég táraðist við að horfa á þetta, í fimmta sinn.  


en nóg um það.  alir komnir með nóg af því.

í dag sat ég á kaffihúsi.  ég elska kaffihús.  ég bauð reyndar þremur vinum mínum að kíkja á mig, það kom enginn þannig að ég sat bara ein með sjálfri mér - sem ég er alls ekki að kvarta yfir.  það geri ég oft.  sko að sitja ein á kaffihúsi.  það er bara næser quality time.  þar sem ég var svo yfirpeppuð hætti hausinn á mér ekki að hugsa og þá sko um allt sem mig langar til að gera á árinu.

mig langar til að læra á nýtt hljóðfæri - eða læra vel á eitthvað hljóðfæri sem ég kann á fyrir

mig langar til að búa til tónlist, spila tónlist (til þess þarf ég reyndar að vera búinn að starta þessari fyrstu hugmynd)  og stofna pönkhljómveit (nei djók þetta síðasta)

mig langar að komast í kór

mig langar í endur og hænur (sko í alvöru, ég er sjúk og sé þetta alveg fyrir mér)

mig langar að hugleiða

mig langar að breyta til - veit ekki beint hvernig, en á einhvern frábæran máta

mig langar að framleiða eitthvað úr jurtum (ok, ég er brjálað biluð í að búa til hluti úr jurtum og helst myndi ég vilja vera svona brjálæðislega sjálfbær eins og danski kallinn á rúv og búa til mitt eigið hunang, rækta mitt eigið bygg og hafa stóran matjurtargarð)

mig langar að geta farið í spíkat (hefur lengi verið draumur, en maður þarf víst eitthvað að hafa fyrir svoleiðis hlutum) 

mig langar til að fullorðnast og eignast góða ferðatösku (já ég veit, bilað nægjusöm eitthvað)

mig langar til að mála 

mig langar til að læra euphoria dansinn utan að svo við óttar getum dansað hann saman í fjarðarborg.



æj þið vitið, bara svona beisik hlutir sko.  við skulum svo algjörlega sjá til hversu peppuð ég verð í næsta mánuði.  kannski þarf ég bara að fara til vestmannaeyja í hverjum mánuði til að viðhalda þessu.

en í alvöru, er lífið ekki bara snilld?