Tuesday, February 18, 2014

splitt- áskorunin 2014

ég hef haft hug á markmiði mjög lengi.  í alveg mörg ár.  aldrei framkvæmt.  stundum virðist bara miklu betra að hugsa í mörg ár um hugmyndina um að gera eitthvað.  nú verð ég að framkvæma.  

ég ætla að komast í splitt á árinu 2014, gott fólk.  

ég er auðvitað búin að gúggla hvernig maður gerir það.  helst sko hvernig maður getur gert það á aðeins einum degi.  finn ekkert um það.  en guði sé lof fyrir jútjúb og allt sjittið þar.  ófáir hlutirnir sem ég hef lært af einhverjum lúðum út í heimi.  stilli einmitt alltaf ukulele-ið mitt eftir einhverju vídjói frá gömlum manni í asíu.  ekkert helvítis tuner app fyrir mig.

á jútjúb eru auðvitað milljón flexibility myndbönd.  stundum skil ég ekki af hverju ég fer í ræktina þegar ég get í raun gert allar æfingarnar upp í rúmi bara, með jútjúb.  

en hvað um það.  hér er t.d. eitt sem mér líst agalega vel á.


ég er náttúruleg ekki nálægt því að vera eins lipur og þessi ágæta stúlka.  þetta verður áhugavert.  ástæðan fyrir því að ég pósta þessu hér er auðvitað svo fólk geti farið að hvetja mig áfram og látið mig fá samviskubit með spurningum þegar ég hef ekki gert þessar æfingar dögum saman.  en í alvöru, ég mun gera þetta á hverjum degi þangað til ég get þetta.  ekki spyrja baldur neitt út í það samt, trúið mér bara.

það verður áhugavert að sjá hvað þetta tekur langan tíma.
ÁFRAM SPLITT 2014.

No comments:

Post a Comment