Wednesday, February 5, 2014

good old skerjó

haustið 2010 fluttum ég og ásta hlín í gamalt hús í skerjafirði og héldum á vit nýrra ævintýra.  háskóla- og drykkjuævintýra.  einhleypar og snarvitlausar.  


ég féll fyrir þessari íbúð um sumarið eftir að hafa skoðað hana.  mikill karakter í gangi.  íbúð sem allskonar skítmix einkenndi.  þar sem vantaði gólfefni var yfirleitt búið að hrúga steinum til að fylla upp í og yfir óútskýranleg göt í gólfi var búið að negla mottu fasta yfir.  enginn vissi eða vildi vita hvað leyndist þar undir.  þrátt fyrir allt þetta þá hefur mér örugglega aldrei liðið jafn vel í eigin íbúð - meira að segja þegar mig dreymdi einhvern sem sagðist vera "konan á gömlu hæðinni". say what?
ótalmargar góðar minningar tengjast þessum stað - hlátur, grátur, hláturgrátur, gleði, sorg, pirringur og allskonar fleira sem fylgir sambúð sem stelpu.  ég deildi íbúðinni sennilega jafn mikið með ástu og öllum öðrum íbúum hússins því það voru svo þunnir veggir.  þess vegna lít ég á hósta-kristján í íbúðinni við hliðina sem jafngóðan vin og ástu - og eins er farið með konuna á efri hæðinni sem fannst greinilega ekki nógu hljóðbært þannig að hún ákvað að taka gólfefnin af íbúðinni sinni og þannig magna allan hávaða frá sér.  kaffivélin á morgnanna hjá henni hljómaði eins og boeing þota væri að taka á loft bara upp á þaki.  það á ekki að vera hægt.
svo ég tali nú ekki um hvað það er mikil snilld að búa við hliðina á þyrlupalli.  og þarna mómentin þegar flugvirkjarnir þurfa að prufa flugvélarnar út á miðjum velli og þenja þær í botn.  það voru móment sem maður þurfti að halda í allt lauslegt í eldhúsinu - því bókstaflega allt hristist.  kennaratyggjó var því staðalbúnaður í einarsnesinu.  

þarna erum við að flytja inn í annað sinn - fyrir og eftir.

jónas bjó hjá okkur í hálft ár.  stundum gerðum við pizzur.

sjáiði bara.  ég fyllist söknuði.


eftir þetta með þarna "konuna á gömlu hæðinni" þá langaði mig að athuga hvort það væri eitthvað til í því steitmenti.  var samt varla að þora því strax ef að einhver hrottalegur atburður hefði kannski átt sér stað í húsinu sem myndi skilja mig eftir andvaka alla dagana sem voru eftir af búsetu minni þarna.  sendi mail samt á ingu láru á ljósmyndasafni þjóðminjasafnsins sem gerði sé spes ferð út í skerjó til að skoða húsið.  hún sagði að húsið væri byggt um 1885 á eyrarbakka og hefði verið flutt í kringum 1930 út í skerjafjörð.  vá, það er svo fáránlega nett.   svo sendi hún mér mynd af því sem er úr myndasafni sigfúsar eymundssonar ljósmyndara.  þess má geta að konan á gömlu hæðinni virðist bara hafa verið að ljúga í mig.  


finnst ykkur ekki sturlað að þetta hús til hægri hafi verið flutt alla leið frá eyrarbakka og að ég hafi búið í því í 2 ár?  ég er búin að vera bara heilluð í rúmlega 2 ár yfir þessu.  ÞETTA ER SVO GEGGJAÐ.  nú keyri ég þarna framhjá (eða þið vitið, geri mér ferð) og stoppa í beygjunni fyrir utan.  sem verður að teljast frekar óhugnalegt.  eflaust óþægilegt fyrir núverandi íbúa íbúðarinnar þegar ókunnugur vegfarandi á ryðguðum nissan almera með lint í dekkjum starir inn um gluggann til að hnísast.   en só vott.  

þetta var samt bara það eina sem ég vildi segja.  hvað þetta er geggjað.


No comments:

Post a Comment