ég er náttúrulega ekkert að skíta á mig úr hress- eða ferskleika snemma á morgnanna (10ish) þá datt mér ekki hug að ég færi að labba í ræktina í gærmorgun í slabbinu - baldur tók nefnilega bílinn í skólann. við skulum svosem ekkert ræða núna hvað það er stutt upp í world class. bara seinna. síðasta vika einkenndist mikið af magavandamálum, ælu og almennri velgju. lítið um hreyfingu af einhverju tagi. nema úr rúminu/sófanum og á klósettið. svo tekur reyndar fáránlega á að æla í 12 tíma.
ok. ég allavega var með samviskubit yfir hreyfingarleysi en nennti samt ekki labba upp í rækt enda skíthaugur. aldrei skal maður deyja ráðalaus þó. halló youtube. þar er ég mjög heppin að eiga stóra stofu og góðar gardínur (og vonandi umburðarlynda nágranna). allt í lagi. ég youtubaði strax bara"how lose belly fat in 30 min". eðlilega. alls ekki margar niðurstöður. virðist ekki vera hægt.
fann þetta myndband allavega. dröslaðist í gegnum þessar 37 mínútur án pásu, what so ever. eins og einhver retarður á stofugólfinu. hopp og vindhögg og hnébeygjur. eftir æfinguna, gjörsamlega viðþolslaus í eigin svitafossi, skoðaði ég komment fyrir neðan vídjóið þar sem fólk alveg hvumsa yfir þessu og sagðist sumt bara geta komist í gegnum rúmar 15 mínútur af prógramminu án þess að æla lungum úr geðveiki. gott og vel, ég bara í fantaformi virðist vera. geðveikt.
já nei. sú gleði stóð nú ekki lengi yfir. í gærkvöldi var líkaminn alveg byrjaður að láta mig vita að þetta hafi ekkert verið góð hugmynd. í morgun öskraði hann af lífs og sálarkröftum hvurn andskotann ég hafi verið að pæla. þegar ég steig upp úr rúminu bjóst ég allt eins við því að útlimir mínir, nei bíddu - allur líkaminn, væri helblár og þrútinn - svo mikill var sársaukinn. ég var viðbúin því að hlutar líkamans myndu bókstaflega rifna af mér, einn á eftir öðrum. ok, ég komst inn á bað til að grenja smá. það tók rúmar 5 mínútur með ýkjum að setjast á klósettsetuna. svo grét ég bara meira og sá fram á að þurfa að sitja þar þangað til baldur kæmi heim og gæti bjargað mér. þó ég væri kannski með brækurnar á hælunum. það þyrfti þá bara að gerast.
það gerðist sem betur fer ekki. þetta ástand hefur þvert á móti lagast í dag. ég labba nokkurnveginn eins og ég hafi nýverið lært að labba eða að ég eigi frekar heima í dýragarði. baldur labbaði langt á undan mér í hagkaup áðan - gat ekki viðurkennt fyrir samfélaginu að hann væri í slagtogi með þessum apabarni. ég er eiginlega alveg viss um að ég eigi ekki eftir að bíða þessa bætur og sé búin að eyðileggja eitthvað í líkamanum fyrir lífstíð. takk íþróttir fyrir ekkert.
þessi mynd var svo tekin áðan þegar ég snerti kálfann á mér óvart.
lexía: ekki ofmeta eyrún, ekki ofmeta. og ekki þið heldur.