Tuesday, March 11, 2014

lífreynslusaga: álagsmeiðsli

ég er náttúrulega ekkert að skíta á mig úr hress- eða ferskleika snemma á morgnanna (10ish) þá datt mér ekki hug að ég færi að labba í ræktina í gærmorgun í slabbinu - baldur tók nefnilega bílinn í skólann. við skulum svosem ekkert ræða núna hvað það er stutt upp í world class.  bara seinna. síðasta vika einkenndist mikið af magavandamálum, ælu og almennri velgju.  lítið um hreyfingu af einhverju tagi.  nema úr rúminu/sófanum og á klósettið.  svo tekur reyndar fáránlega á að æla í 12 tíma.  

ok.  ég allavega var með samviskubit yfir hreyfingarleysi en nennti samt ekki labba upp í rækt enda skíthaugur.  aldrei skal maður deyja ráðalaus þó.  halló youtube. þar er ég mjög heppin að eiga stóra stofu og góðar gardínur (og vonandi umburðarlynda nágranna).  allt í lagi.  ég youtubaði strax bara"how lose belly fat in 30 min".  eðlilega.  alls ekki margar niðurstöður.   virðist ekki vera hægt.

fann þetta myndband allavega.  dröslaðist í gegnum þessar 37 mínútur án pásu, what so ever.  eins og einhver retarður á stofugólfinu.  hopp og vindhögg og hnébeygjur.  eftir æfinguna, gjörsamlega viðþolslaus í eigin svitafossi, skoðaði ég komment fyrir neðan vídjóið þar sem fólk alveg hvumsa yfir þessu og sagðist sumt bara geta komist í gegnum rúmar 15 mínútur af prógramminu án þess að æla lungum úr geðveiki.  gott og vel, ég bara í fantaformi virðist vera.  geðveikt.



já nei.  sú gleði stóð nú ekki lengi yfir.  í gærkvöldi var líkaminn alveg byrjaður að láta mig vita að þetta hafi ekkert verið góð hugmynd.  í morgun öskraði hann af lífs og sálarkröftum hvurn andskotann ég hafi verið að pæla.  þegar ég steig upp úr rúminu bjóst ég allt eins við því að útlimir mínir, nei bíddu - allur líkaminn, væri helblár og þrútinn - svo mikill var sársaukinn.  ég var viðbúin því að hlutar líkamans myndu bókstaflega rifna af mér, einn á eftir öðrum.   ok, ég komst inn á bað til að grenja smá.  það tók rúmar 5 mínútur með ýkjum að setjast á klósettsetuna.  svo grét ég bara meira og sá fram á að þurfa að sitja þar þangað til baldur kæmi heim og gæti bjargað mér.  þó ég væri kannski með brækurnar á hælunum.  það þyrfti þá bara að gerast.  

það gerðist sem betur fer ekki.  þetta ástand hefur þvert á móti lagast í dag.  ég labba nokkurnveginn eins og ég hafi nýverið lært að labba eða að ég eigi frekar heima í dýragarði.  baldur labbaði langt á undan mér í hagkaup áðan - gat ekki viðurkennt fyrir samfélaginu að hann væri í slagtogi með þessum apabarni.  ég er eiginlega alveg viss um að ég eigi ekki eftir að bíða þessa bætur og sé búin að eyðileggja eitthvað í líkamanum fyrir lífstíð.  takk íþróttir fyrir ekkert.  

þessi mynd var svo tekin áðan þegar ég snerti kálfann á mér óvart.



lexía: ekki ofmeta eyrún, ekki ofmeta.  og ekki þið heldur.


Sunday, March 9, 2014

sumarþrá

vá hvað sumarið er mikil snilld.  ég hélt í alvöru að það væri bara komið sumar hérna um daginn.  svo byrjar bara að snjóa.  sunnudagar eru samt líka algjör unaður og núna sit ég ein á kaffihúsi á þriðja bolla að hlusta á billie og ellu og skoða gamlar sumarmyndir og hlakka strax til næsta sumars.  djöfulsins unaður bara.

ég hef aldrei eytt sumrinu annarsstaðar en á borgarfirði.  það eru rúm 25 sumur.  það er ógeðslega mikið af sumrum.  þegar maður er að heiman allan veturinn að þá væri fásinna að vera ekki heima á sumrin hjá mömmu, njóta sumarnáttanna og vera frjáls.  

fyrsta myndin sem ég býð upp á sömmar svolítið sumaræsku mína.  þessar stórhættulegu rólur (sem væru alfarið bannaðar nú til dags! - skil ekki hvernig þær stóðu öll þessi börn af sér) voru það besta í heimi.  þarna má sjá elsu ýta mér og hugrúnu ýta svenna.  svo var hangið á stönginni á milli alveg þangað til mig minnir að pabbi hafi gripið í taumana og hent þessum stórkostlega viðbjóði sem hafði tapað í baráttunni gegn ryðsjúkdómnum ógurlega.


ahh, ljúfir voru þeir dagar sem maður þurfti ekki að nýta sumrin í að vinna.  reyndar unnum við hörðum höndum að því að koma upp kaffihúsinu bleika pardusnum upp í kjallaranum á svalbarði sumarið 2000.  það var frekar skammlíft kaffihús en skemmtilegt.  þetta er tekið í einhverjum fataleiknum þó.  þvílíkur viðbjóður.
+

það var líka gaman að vera á leikskóla á sumrin og fara upp í lobbuhraun í berjamó og drulla svörtu í lok dags.


á sumrin eru líka ættarmót.  þessi mynd ber með sér að það sé ættarmót í gangi enda fjögur afar fögur skyldmenni að leik saman.  held ég sé í leik allavega.  myndi sjaldan kyrkja hann hjört frænda minn.  þarna er ásta líka ljóshærð - ef þið skylduð ekki hafa þekkt hana.


á sumrin erum við líka mikið í að leika okkur bara.  eins og fara í blak (sem ég get ekki sagt að ég eigi skilið verðlaun í) við sætún.  

svo er úlfaldaleigan við fjarðarborg alveg frábær.  


svo eru teknar fjölskyldumyndir stundum á sumrin, eins og á öðrum árstíðum.  þeir sem ætla að gera eitthvað grín um hvort ég hafi ekki mátt vera með á myndinni og svona....burt með ykkur.  þetta var óvart bara.


sumrin eru líka tíminn til að fagna allskonar hlutum með því að henda fræjum af hvönn upp í loftið og brosa og láta rigna yfir sig fræjum sem eru með allskonar sníkjudýrum á sér.  líka þessum ógeðslegu svifaseinu flugum.


 og meira að leika sér.  kubbur.  vinsælt meðal okkar unglinganna.



sólgleraugu og krúttleg börn að láni.  það er sumarið.


ródtripp með ástu.  það er eitthvað.  þarna erum við báðar einhleypar og skelltum okkur því til loðmundarfjarðar í leit að nýjum ævintýrum.  þar var lítið hægt að fiska.


svo er maður svolítið í því bara að fylla sundlaugar með 2l flöskum og hlægja að vitleysunni - eftir að hafa munnblásið í sundlaugina sjálfa.


ok. þetta blogg er orðið um ástu.  kannski er ásta bara sumarið mitt.  


svo fer maður á víkur með mömmu sinni og grillar pylsur á einnota grilli.  eða mínútugrilli eins og mamma getur ekki hætt að segja.  


börn eru kannski allra krúttlegust á sumrin þegar þau mega hlaupa um á bleyjunni í heitum vindinum.  einmitt.  það er alltaf heitur vindur heima.  jebb.  sjávarloftið er svo heitt.


svo kemur bræðslan.  nuff said.


svo stekkur maður hreinlega bara í sjóinn.


ættarferðir á fjallstinda ætti að vera vikulegur viðburður - í það minnsta.  minnir þó að ég hafi þurft að skríða upp síðustu metrana, grenjandi.


sjit.  þetta er eina myndin af baldri í þessari færslu.  það er lélegt.   en þetta er hann að hjóla upp brekkuna heima rúmum 4 mánuðum eftir að hann lá á sjúkrahúsi.  það var ákveðin árangur og því vert að mynda það.  svo er hann bara svo sætur á þessu hjóli.


ég er nokkuð viss um að næsta sumar verður alveg jafn geggjuð og öll hin og er alveg að kúka á mig úr spenningi.  í alvöru.  hvenær er skólinn búinn eiginlega!?

Thursday, March 6, 2014

uppáhaldshlutir heimilisins

það virðist gerast þegar maður fullorðnast að maður eignast allskonar dót.  ég hef til dæmis aldrei átt ísskáp, tvo sófa, stofuborð, sjónvarp, hillur, rúmdýnu, þvottavél þannig sko.  nei aldrei bara.  nú á ég þetta allt saman.   ég get ekki sagt kannski að við höfum mikið verið að spá í þægindum eða hagnýti hvað varðar kaup á húsgögnum í haust (þá er ég klárlega fyrst og fremst að tala um klippan sófana okkar sem rúma okkur á hvora kantana og við getum eiginlega ekki legið saman upp í sófa án þess að ég sé með olnboga og hæla í augunum á baldri).  en hvað um það.  við eigum 2 sófa.  getum bara hundskast til að hanga sitt í hvoru lagi.  sem við gerum.  mikið.  stundum með hedfóna.  mögulega eru klippan sófarnir að rífa stoðirnar undan þessu sambandi.  kannski er það ástæðan fyrir að nágrannakonan heldur að við séum systkin.

en hvað um það.  mikilvægari eru hlutirnir sem gefa heimilinu sál.  það hef ég sagt áður.  ég á helling af svoleiðis hlutum.  flestir virðast þeir tengjast ömmum mínum.  það er ekkert verra enda báðar svo einstakar.


mamma hefur síðustu ár tekið upp á þeirri snilld að leita ekki langt yfir skammt að jólagjöfum handa örverpinu sínu.  eiginlega þarf hún að teygja sig úr sófanum á aðfangadag til að grípa í eitthvað.  eins og  í hittifyrra þegar ég fékk þennan kistil.  hann hefur verið inn í stofu heima frá því að ég man eftir mér.  stílaður á ömmu hrefnu árið 1956, frá mömmu hennar.  handmáluð gersemi. nú á ég hann.  



Í fyrra gaf hún mér svo þessa mynd sem einmitt hefur líka hangið inn í herbergi hjá mömmu og pabba síðan ég man eftir mér.  minnir að þetta sé mynd frá einhverri langömmu minni á djúpavogi.  svo falleg biblíumynd.  aah, ég sakna biblíumyndanna í sunnudagaskólanum.  


talandi um fallegar myndir þá held ég mikið upp á þetta málverk frá ömmu elsu í sæbergi.  hún málaði landslagsmyndir frá borgarfirði handa öllum börnum og barnabörnum sínum þegar hún var um áttrætt.  við erfisdrykkjuna hennar mættu allir með sína mynd og úr varð falleg málverkasýning.  


og ekki er hin amman ólagnari.  þessa litaði hún handa mér í fyrra og setti í ramma og sendi mér.

það síðasta sem ég keypti mér í góða hirðinum var þessi plötukassi.  á þessari hlið stendur canada dry en á hinni hliðinni egils.  hann er aðeins farinn að láta á sjá greyið en er kominn í góðar hendur.  lappa upp á hann von bráðar.  ukuleleið gaf baldur mér í útskriftargjöf.  þar vissi hann alveg hvað hann var að gera.  svo er billie holiday platan auðvitað best.  það sem vantar tilfinnanlega núna:  plötuspilari.  hehe. he.


ég elska bókaheimili.  ég vil eiga fullt af bókum.  ég vil að börnin mín alist upp við að lesa múlaþing og gletting.  mínar þjóðfræðibækur eru í einum skáp.  trúarbragðabækurnar hans baldurs eru í öðrum.  


þetta nýja krútt fengum við í jólagjöf og heldur sig aðallega bara upp á skáp og hefur það kósý.


nýja uppáhalds eru póstkortin frá ljósmyndasafni reykjavíkur sem prýða einn vegg.  


jón sigurðsson stendur nú vörð um skartgripi húsmóðurinnar.  áður fyrr gerði hannes hafstein það.  hann týndist hinsvegar í flutningum.  eflaust fundist þetta heldur óvirðuleg staða.  skartgripahengið er eftir áslaugu hönnu og er fáránlega hentugt.


og í lokin er það trompið.  yfirlýst tromp.  birgitta systir gaf mér þennan púða í 25 ára afmælisgjöf í desember.  hún bjó hann sjálf til.  EKKI nóg með það heldur er hann búinn til úr velúrpeysu sem amma í sæbergi var alla jafna í á gamalsárum.  það var meira að segja ennþá ömmulykt af honum þegar ég fékk hann.  held ég sé búin að hnusa hana alla úr.  hún er komin upp í heila.  og verður þar.